Skoðun

Stuðningur við lang­tíma­kjara­samninga

Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Í gær mælti ég fyrir frumvarpi um fjáraukalög sem tekur utan um þær aðgerðir ríkissstjórnarinnar sem styðja við gerð skynsamlegra langtímakjarasamninga. Það er óhætt að segja að sú samstaða sem náðist á almenna markaðnum um hófsama kjarasamninga til fjögurra ára sé gríðarlega mikilvæg til þess að hér skapist aðstæður þar sem vextir geta farið lækkandi.

Skoðun

Baldur er minn for­seti

Hjalti Vignisson skrifar

Í upphafi þessarar aldar settist ég á skólabekk við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands. Einn af kennurum mínum þar var Baldur Þórhallsson, forsetaframbjóðandi. Í náminu lagði Baldur áherslu á samræður. Gerði kröfur um að við greindum og skildum viðfangesefnið til fulls og kæmum því frá okkur í ræðu og riti. Hlutir æxluðust þannig að hann réð mig sem aðstoðarmann og við áttum eftir að starfa saman í nokkur ár.

Skoðun

Vits er þörf þeim er víða ratar- um gagn­semi og glap­ræði gervi­greindar

Álfhildur Leifsdóttir og Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifa

Nú á tímum gervigreindar, gríðarlegs áreitis samfélagsmiðla, örra samfélagbreytinga og krafna um að fréttir berist strax, stundum án mikillar ígrundunar, er mikilvægt að efla stafræna borgaravitund. Með stafrænni borgaravitund er átt við það að hafa þá þekkingu og færni sem þarf til að sýna ábyrga hegðun þegar tækni er notuð eða þegar verið er í stafrænu umhverfi.

Skoðun

Það er mikill munur á þeim sem vanda sig og hinum sem vanda sig ekki

Sigurður G. Guðjónsson skrifar

Forsvarsmenn íslenskra spilafyrirtækja draga reglulega nafn spilafyrirtækisins Betsson inn í umræðu um ólögmæta spilastarfsemi hér á landi og leggja starfsemi þess að jöfnu við starfsemi annars erlends spilafyrirtækis, sem reynt hefur að hasla sér völl hér á landi með aðstoð og atbeina skemmtikrafta og áhrifavalda.

Skoðun

Að rækta garðinn sinn

Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar

Samfélag er garður. Ef þar er ekki rými fyrir fjölbreyttan gróður er garðurinn ekki bara einsleitur heldur verður jarðvegurinn með tímanum næringarsnauður og ófrjór.

Skoðun

Dánar­að­stoð og siða­reglur lækna

Ingrid Kuhlman skrifar

Löggjöf um læknisaðstoð við að deyja (e. Medical Aid in Dying eða MAID) tók gildi í Kaliforníu árið 2016. Samkvæmt lögunum þurfa tveir læknar að meta sjálfstætt hvort sjúklingur (1) eigi 6 mánuði eða skemur eftir, (2) sé fær um að taka upplýsta og sjálfviljuga ákvörðun, og (3) sé andlega hæfur til að taka slíka ákvörðun.

Skoðun

Vörður á veginum fram­undan

Davíð Þorláksson skrifar

Það vill svo til að í sumar er komið að tímamótum í nokkrum af stóru fjárfestingum Samgöngusáttmálans. Frá gildistöku hans 2019 til áramóta hefur verið fjárfest í samgönguinnviðum fyrir alls 14,5 milljarða. Þar af eru 6,5 milljarðar í stofnvegum, 3,8 milljarðar í undirbúningi Borgarlínunnar, 2,7 milljarðar í hjóla-, og göngustígum og undirgöngum og 1,6 milljarðar og öryggis- og flæðisbætandi aðgerðum.

Skoðun

Um­ferðar­reglur og öryggi fyrir Hjólað í vinnuna

Ágúst Mogensen skrifar

Hjólað í vinnuna hefst 8.maí og margir sem ætla að nota annan ferðamáta en bílinn til að komast í vinnuna. Átakið er hvatning til að notast við virka og umhverfisvæna ferðamáta en með því er t.d. átt við að hjóla, labba, hlaupa eða taka strætó til vinnu.

Skoðun

For­seti allra

Ragnhildur Björt Björnsdóttir skrifar

Forseti Íslands á að vera forseti allrar þjóðarinnar. Hann þarf ekki aðeins að vera þverstéttarlegt sameiningartákn, heldur þarf hann einnig að geta náð til fólks þvert á aldurshópa. Hann þarf að þekkja allt Ísland vel og kunna að tala mál sem allir skilja.

Skoðun

Ný nálgun í af­reks­í­þróttum – Ný­sköpun

Erlingur Jóhannsson skrifar

Nýlega skilaði starfshópur á vegum Ásmundar Einar Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra, umfangsmikilli skýrslu um stöðu og réttindi afreksíþróttafólks á Íslandi. Í skýrslunni er lagt til að nauðsynlegt sé að gera umtalsverðar breytingar á fyrirkomulagi, stuðningi og faglegri umgjörð afreksíþrótta á Íslandi.

Skoðun

Próf­steinninn

Katrín Harðardóttir skrifar

Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.

Skoðun

Inn­rás á Rafah stríðir gegn allri mann­úð

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Í meira en hálft ár hefur Ísraelsher staðið fyrir linnulausum árásum á almenna borgara á Gaza. Enginn er óhultur á svæðinu á meðan bæði landhernaður og drónaárásir ógna lífum. Á Gaza stendur nú yfir ein versta mannúðarkrísa síðari ára en Ísraelsher hefur einnig tafið fyrir eða stöðvað birgðasendingar með hjálpargögn inn á svæðið.

Skoðun

Börnin okkar

Hlédís Sveinsdóttir skrifar

„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar.

Skoðun

Vextir geta og þurfa að lækka

Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Íslendingum hefur gengið erfiðlega að ná niður þeirri miklu verðbólgu sem gekk yfir hagkerfi heimsins í kjölfar heimsfaraldurs og stríðsátaka í Úkraínu. Fyrir því eru margar ástæður. Hagvöxtur síðustu ára hefur verið mikill hér á landi og mikil þensla haft áhrif á húsnæðisverð, vinnumarkað og vöruverð í hagkerfinu.

Skoðun

Söngva­keppni og stríðs­glæpir

Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar

Í dag hefst söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin í ár er pólitískur gjörningur þar sem ríki Evrópu, í gegnum ríkissjónvarpsstöðvar sínar, fylkja liði um stjórnvöld í Ísrael og sýna pólitískan stuðning sinn við þau í verki með söng og dansi.

Skoðun

Ótta­sleginn mömmuher og Euro­vision

Birna Guðný Björnsdóttir skrifar

Afi minn var svona persóna sem mér þótti vera stærri en lífið. Það geislaði af honum sjálfsöryggið, hann var hörkugreindur, flugskarpur og hnyttinn. Hann kynnti sér málin og vissi svo margt. Hann labbaði inn í herbergi og hann átti það, hann hreinlega gleypti það.

Skoðun

Já, Katrín

Hjálmar Sveinsson skrifar

Til hvers þurfum við forseta? Ég veit það ekki alveg. Og þó, ég er alinn upp í forsetatíð Kristjárns Eldjárns og Vigdísar Finnbogadóttur. Þau áttu sér djúpar rætur í íslenkri menningu. Þannig finnst mér að forsetinn eigi að vera. Þau slógu einhvern tón sem var rétti tónninn, finnst mér. Þau töluðu af myndugleika og auðmýkt.

Skoðun

Fram­bjóðandi Sjálf­stæðis­flokksins?

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir átta árum síðan, í kosningabaráttunni í aðdraganda þess að Guðni Th. Jóhannesson var fyrst kjörinn forseti lýðveldisins, var hann ítrekað vændur um það úr röðum pólitískra andstæðinga sinna að vera frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins vegna þess hversu margir sjálfstæðismenn voru í kosningateymi hans.

Skoðun

Heillandi Halla Hrund

Stefán Hilmarsson skrifar

Forsetaframbjóðandinn Halla Hrund Logadóttir hefur á skömmum tíma látið mjög að sér kveða og fangað athygli fólks víða. Henni fylgir ferskur andblær sem sífellt fleiri kunna að meta, eins og kannanir undanfarið sýna.

Skoðun

Riðið á Bessa­stöðum?

Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar

Hugleiðingar fólks eru allskonar varðandi komandi kosningar á nýjum forseta, spurningarnar sem fólki dettur í hug að spyrja alveg með ólíkindum margar hverjar og stór spurning hvernig fólki dettur öll þessi vitleysa í hug hvað þá að spyrja.

Skoðun

Að lifa í skugga heilsu­brests

Svanberg Hreinsson skrifar

Það velur enginn það hlutskipti að verða öryrki. Ef ég hefði haft val þá hefði ég valið heilsu, valið að vera laus við verki og vanlíðan. En svona er lífið og það sem kom fyrir mig gæti komið fyrir þig. Einn daginn er maður heilbrigður, en svo eins og þruma úr heiðskíru lofti þá er lífi manns snúið á hvolf.

Skoðun

Um­ræðan um dánar­að­stoð

Henry Alexander Henrysson skrifar

Í kjölfar ‏Pallborðsþáttar á Vísi fyrir nokkrum vikum hafa skoðanagreinar um dánaraðstoð ratað á miðilinn. Þar sem ég tók þátt í umræðunum í þættinum vil ég nota þetta tækifæri til að koma á framfæri nokkrum atriðum sem mér þykir nauðsynlegt að fái pláss í umræðu um þetta málefni.

Skoðun

Út­rýming mannsins á RÚV

Vala Hafstað skrifar

Við Íslendingar teljumst herlaus þjóð, en undanfarin ár hefur óprúttinn nýlenskuher gert aðför að tungumálinu okkar úr ýmsum áttum, staðráðinn í að innleiða hina kynlausu nýlensku í nafni jafnréttisbaráttu.

Skoðun

Opið bréf til sam­göngu­ráð­herra og vega­mála­stjóra

Hópur ferðaþjóna í Dölunum skrifar

Við undirrituð, ferðaþjónar í Dölum viljum koma á framfæri hvernig ástand á vegi 60 koma við okkur. Sökum ónýtrar klæðningar á vegi, hefur nú verið tekið til þess ráðs hjá Vegagerðinni að mylja klæðninguna niður á feykistórum kafla í Dalabyggð á vegi 60, Vestfjarðavegi. Afgangurinn er allur meira og minna að molna niður.

Skoðun

Hug­leiðingar elli­líf­eyris­þega um landsmálin og orkumálin

Ingimundur Andrésson skrifar

Víst er hún skondin tík þessi pólitík, ég er oft hugsi yfir þingmönnum okkar sem eru lýðræði landsins vægt sagt dýrir í rekstri og stundum jafnvel óþarfir þar sem reynsluleysi þeirra og hroðvirkni er himinhrópandi. Þar er öll gullhúðunin gott dæmi, einnig allskyns regluverk sem sett hefur verið og þingheimur skilur illa og ræður ekki við, þetta allt er farið að minna á þjóðsöguna um orminn sem lá á gullinu og að lokum gleypti eigandann.

Skoðun