Tíska og hönnun

„Engin ein rétt leið til að vera smart“

Margrét Mist Tindsdóttir, jafnan þekkt sem Maja Mist, lifir og hrærist í tískuheiminum en hún starfar nú sem markaðsstjóri hjá Húrra Reykjavík eftir nokkur ár í tískubransanum í Kaupmannahöfn. Henni hefur alltaf þótt skemmtilegt að klæðast kjólum og pilsum og finnst fjölbreytileikinn það skemmtilegasta við tískuna. Maja Mist er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Reyndi áður fyrr að klæða kynhneigðina af sér

Lífskúnstnernum, tónlistarmanninum og förðunarfræðingnum Úlfari Viktori Björnssyni er margt til lista lagt. Á unglingsárunum var hann að eigin sögn að berjast við innri djöfla og þorði ekki að láta ljós sitt skína en í dag er hann óhræddur við að fara eigin leiðir og vera samkvæmur sjálfum sér. Úlfar Viktor er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Alltaf smá sirkus í mér“

Elísabet Alma Svendsen, eigandi Listval og lífskúnstner mikill, hefur alla tíð haft áhuga á tísku og farið eigin leiðir í persónulegum og einstökum stíl. Meginregla hennar er að líða alltaf vel í því sem hún klæðist. Elísabet Alma er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Myndi frekar vera á tánum en að klæðast gönguskóm

Fyrirsætan Helen Óttarsdóttir hefur gert góða hluti í tískuheiminum og tekið að sér verkefni víða um heiminn. Tískan er órjúfanlegur hluti af starfi hennar og lífi en hún fær gjarnan að heyra að hún sé of fínt klædd fyrir tilefnið og hefur alla tíð neitað að fara í úlpu. Helen er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Segir tískuna geggjaða og ömurlega á sama tíma

Jóhann Kristófer Stefánsson, jafnan þekktur sem Joey Christ, er rappari, leikstjóri og lífskúnstner sem hefur vakið athygli fyrir persónulegan og einstakan stíl sinn. Hann sækir innblástur í hið sammannlega ástand og segir fátt hafa haft jafn mikil áhrif á sig og Fóstbræður. Jóhann Kristófer er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Alltaf haft þörf til að vera sýnileg og litrík

Förðunarfræðingurinn og tískuskvísan Kolbrún Anna Vignisdóttir á það til að kalla sig páfugl þar sem hún elskar litríkar flíkur og er sérstaklega hugfangin af yfirhöfnum. Hún er óhrædd við að fara eigin leiðir í tískunni og hefur alltaf haft þörf til að vera sýnileg þegar það kemur að klæðaburði. Kolbrún Anna er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Greinilega lítill tískugosi sem ég geng með“

Tískan er órjúfanlegur hluti af listagyðjunni Sögu Sigurðardóttur, sem er þekkt fyrir litríkan og einstakan stíl sinn. Klæðaburður er sköpunarform að hennar mati og hún nýtur þess nú að þróa stílinn sinn í nýja átt þar sem hún er ólétt. Saga Sigurðardóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

„Hugsa yfirleitt ekki um það sem öðrum finnst“

Tómas Urbancic lifir og hrærist í heimi tískunnar í Kaupmannahöfn en hann starfar sem vörumerkjastjóri hjá tískufyrirtækinu NOW Agency. Hans megin regla er að klæðast því sem honum líður best í en er alltaf að uppgötva eitthvað nýtt í heimi tískunnar og því óhræddur við að prófa sig áfram. Tómas Urbancic er viðmælandi í Tískutali.

Tíska og hönnun

Best klæddu Íslendingarnir árið 2022

Litagleði eða svart og hvítt? Látlaust eða áberandi? Klæðaburður er fjölbreytt listform sem getur með sanni dreift gleði til hvers og eins og öll eigum við það sameiginlegt að búa yfir persónulegum stíl, þó hann geti verið mis mikið úthugsaður. 

Tíska og hönnun

Raf Simons leggur upp laupana

Fatahönnuðurinn Raf Simons hefur tilkynnt að vor- og sumarlína samnefnds fatamerkis hans sé sú síðasta sem kemur út. Simons hefur unnið til fjölda fatahönnunarverðlauna í gegnum tíðina en það er enn óljóst hvað framtíð hans ber í skauti sér. 

Tíska og hönnun

Marimekko kápa frá langömmu í miklu uppáhaldi

Guðný Margrét Magnúsdóttir, alltaf kölluð Magga Magnúsdóttir, er á sínu lokaári í fatahönnun við Listaháskólann og vakti athygli á dögunum fyrir hönnun sína á sokkum fyrir Amnesty International. Hún heldur mikið upp á kápu frá langömmu sinni og fann sinn persónulega stíl fyrir um tveimur árum síðan. Magga Magnúsdóttir er viðmælandi vikunnar í Tískutali.

Tíska og hönnun

Myndaveisla: Sköpuðu nýjan fatnað úr ósöluhæfum flíkum

Verkefnið Misbrigði VIII er unnið af nemendum í fatahönnun á öðru ári við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða kross Íslands. Tískusýning Misbrigða fór fram 3. nóvember síðastliðinn og á morgun, 18. nóvember, kl 16:00 opna nemendur sýningu í húsnæði Listaháskólans við Þverholt 11 með flíkunum og nánari upplýsingum um hverja línu.

Tíska og hönnun