Viðskipti innlent

Lagardére á Íslandi velti 3,8 milljörðum

Lagardére á Íslandi, sem rekur veitingastaði og sælkeraverslun í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, hagnaðist um 248 milljónir króna á síðasta ári og jókst hagnaðurinn um 36 prósent frá fyrra ári þegar hann var um 182 milljónir króna.

Viðskipti innlent

Copley í stjórn Steinhoff

Paul Copley, forstjóri Kaupþings, mun hafa nóg fyrir stafni á næstunni en hann var í liðinni viku skipaður í stjórn Steinhoff, suðurafríska smásölurisans sem hefur riðað til falls á undanförnum mánuðum vegna bókhaldshneykslis.

Viðskipti innlent

Arnarlax á leið í norsku kauphöllina

Arnarlax hefur tryggt sér tólf prósenta hlutafjáraukningu að virði 2,6 milljarðar íslenskra króna en hún hefur í för með sér að fyrirtækið verði skráð á hlutabréfamarkað í Noregi innan tveggja ára. Kjartan Ólafsson stjórnarformaður segir mikil vaxtartækifæri fyrir hendi.

Viðskipti innlent

Selt tæplega helming bréfa sinna í Arion

Stoðir hafa minnkað við sig í Arion banka eftir að bankinn var skráður á markað í júní. Félagið á nú 0,37 prósenta hlut í bankanum. Snæból, í eigu Finns Reyrs Stefánssonar og Steinunnar Jónsdóttur, hefur nær fjórfaldað hlut sinn.

Viðskipti innlent

Skúli stendur keikur

Skúli Mogensen segir ekkert plan b ef skuldabréfaútboð WOW air heppnast ekki. Hann hefur fulla trú á að útboðið klárist. Spurningin sé aðeins um kjör. Útlit er fyrir að þriðji ársfjórðungur verði sá næstbesti í sögu félagsins.

Viðskipti innlent

Segir brýnt að sameina FME og Seðlabankann

Ásgeir Jónsson dósent í hagfræði við Háskóla Íslands segir að sú staðreynd að Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands séu enn tvær aðgreindar, sjálfstæðar stofnanir sé vísbending um að Íslendingar hafi ekki dregið rétta lærdóma af banka- og gjaldeyrishruninu 2008. Í fjórum skýrslum sérfræðinga, sem hafa komið út á síðustu árum, er mælt með sameiningu þessara stofnana.

Viðskipti innlent

WOW air í milljarða skuldabréfaútboð

Pareto hefur umsjón með 6 til 12 milljarða skuldabréfafjármögnun sem á að klárast í ágúst. Fjárfestafundir hefjast í vikunni. Útgáfan hugsuð sem brúarfjármögnun fram að skráningu á hlutabréfamarkað innan 18 mánaða.

Viðskipti innlent

Innkalla sólþurrkaða tómata

Samkaup hefur ákveðið að innkalla sólþurrkaða tómata frá Coop eftir að Matmælastofnun barst tilkynning frá neytanda um að aðskoðahlutur, trúlega glerbrot, hafi fundust í krukku.

Viðskipti innlent