Innlent

Metangasleiðsla frá Álfsnesi til Ártúnshöfða

MYND/Valgarður

Til stendur að leggja gasleiðslu frá Álfsnesi upp á Ártúnshöfða sem flytja á metangas sem framleitt er hjá Sorpu í Álfsnesi og notað verður til áfyllingar á stöð ESSO við Bíldshöfða. Orkuveita Reykjavíkur hefur gengið til samninga við Ístak um lagningu leiðslunnar og segir í tilkynningu frá Orkuveitunni að um sé að ræða fyrstu gaslögninina til almennra nota sem lögð er í Reykjavík um langt skeið.

Leiðslan verður um tíu kílómetra löng og áætlaður kostnaður við lagningu hennar er um 100 milljónir króna. Metanbílum, sem eru umhverfisvænni en venjulegi bensín- eða dísilbílar, fer ört fjölgandi í borginni og með þessu vill Orkuveitan leggja sitt af mörkum til vænna umhverfis.

Orkuveita Reykjavíkur hefur sjálf markað sér þá stefnu að meira en helmingur bílaflota fyrirtækisins verði knúinn umhverfisvænum orkugjöfum innan sjö ára. Það er Metan hf sem. sér um dreifingu á öllu gasi sem Sorpa framleiðir í Álfsnesi en Orkuveitan mun eiga og reka gaslögnina og Olíufélagið Esso.

Til gamans má geta að rúmmetrinn af metani kostar nú 88 krónur og miðað við orkuinnihald svarar verðið á metani til þess að greiddar væru 78,60 krónur fyrir bensínlítrann. Hann kostar hins vegar um 114 krónur um þessar mundir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×