Fótbolti

Deco í stórt starf hjá Barcelona

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Screenshot 2023-08-16 at 13-04-42 FC Barcelona and Deco have reached agreement to join Club

Deco er kominn í starf hjá spænska stórliðinu Barcelona en félagið tilkynnti í dag að hann sé nýr íþróttastjóri hjá félaginu.

Deco var frábær leikmaður á sínum tíma og spilaði meðal annars í fjögur ár með Barcelona. Hann vann bæði spænsku deildina og Meistaradeildina með Barcelona.

Margir muna líka eftir honum með liðum Porto og Chelsea. Deco spilaði líka 75 landsleiki fyrir Portúgal.

Deco, sem heitir fullu nafni Anderson Luis de Souza, er nú 45 ára gamall en hann setti skóna upp á hillu árið 2013. Eftir það hefur hann unnið sem umboðsmaður hjá fyrirtæki sínu D20 Sports. Fabinho, og Raphinha eru tveir leikmenn sem hafa nýtt sér þá þjónustu.

Deco tekur strax til starfa en hannstarfar með fráfarandi íþróttastjóra Mateu Alemany til 2. september eða þar til að félagsskiptaglugginn lokar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×