Lífið

Ís­land í annað sæti í Euro­vision veð­bönkum

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Áhorfendur á Söngvakeppninni í fyrra.
Áhorfendur á Söngvakeppninni í fyrra. Vísir/Hulda

Íslandi er nú spáð öðru sæti í Eurovision söngvakeppninni af veðbönkum. Ísland heldur því áfram að skjótast upp í veðbönkum en fyrir örfáum dögum var landinu spáð 18. til 20. sæti.

Eins og Vísir greindi frá í morgun skaust Ísland upp um ellefu sæti frá því í gær. Í morgun var landinu spáð sjöunda sæti, allt eftir að fréttir bárust af þátttöku hins palestínska Bashar Murad í Söngvakeppninni. 

Spár veðbanka eru teknar saman á vefnum EurovisionWorld.  Einungis Úkraínu er nú spáð betra gengi en Íslandi. Þess ber að geta að afar fá lönd hafa valið sína fulltrúa í keppninni að svo stöddu. 

Bashar gaf út lag með Hatara árið 2019, svo athygli vakti. Keppendur í Söngvakeppninni verða kynntir formlega á laugardaginn en fregnir af þátttöku Bashar kvisuðust hinsvegar út eftir að einn af kynnum keppninnar, Unnsteinn Manúel, sást taka við hann viðtal í sundi.

Eins og alþjóð veit hefur Ríkisútvarpið rofið tengsl Söngvakeppninnar við Eurovision. Það þýðir að enginn keppandi verður þvingaður til þátttöku í evrópsku söngvakeppninni en ákvörðunin hefur reynst umdeild.

Áður hefur einn dregið sig úr keppni í Söngvakeppninni, Magnús Jónsson, gjarnan kenndur við GusGus. Hann sagði fyrr í dag í samtali við Vísi að honum finndist skítalykt af stöðu mála.

Líkurnar á að Ísland beri sigur úr býtum eru töluverðar, ef marka má veðbanka.EurovisionWorld

Tengdar fréttir

Íslandi nú spáð þriðja sæti í Eurovision

Íslandi er nú spáð þriðja sæti í Eurovision, sem fer fram í Malmö í Svíþjóð 7. til 9. maí næstakomandi. Það er stökk úr 18. sæti frá því í gær og má rekja stökkið til frétta af því að hinn palestínski Bashar Murad taki þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×