Innlent

Ekkert eftir­lit með veðmálasíðum, land­ris við Svarts­engi og milljónasektir fyrir eldislax

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að áhætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskir áhrifavaldar þiggi greiðslur eða hlunnindi frá fyrirtækinu. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Hægst hefur á hraða landrissins við Svartsengi og þrýstingur viðrist vera að aukast í kvikuhólfinu. Mikil óvissa er sögð um framhaldið en sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að það dragi fljótlega til tíðinda. Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur mætir í myndver og rýnir í stöðuna.

Klippa: Kvöldfréttir 30. apríl 2024

Hægt verður að sekta fyrirtæki í sjókvíaeldi um allt að fimm milljónir á hvern frjóan laxfisk sem finnst þar sem hætta er á erfðablöndun, samkvæmt frumvarpi um lagareldi. Heimir Már Pétursson fer yfir viðbrögð matvælaráðherra við gagnrýni á umdeild frumvarp.

Þá hittum við konu sem hefur fundið sniðuga lausn fyrir hjólastólinn sinn og verðum í beinni frá skiltagerð og andstöðutónleikum. Í Sportpakkanum hittum við yngsta markaskorara Fram og í Íslandi í dag kíkir Sindri Sindrason í morgunkaffi til Katrínar Jakobsdóttur.

Þetta og fleira í opinni dagskrá í kvöldfréttum Stöðvar 2 á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×