Alþingi

Alþingi

Fréttir af löggjafarþingi Íslendinga, þingmönnum og fleiri tengdum málum.

Fréttamynd

Ragnheiður í stað Ásbjörns

Sjálfstæðiskonan Ragnheiður Ríkharðsdóttir mun taka sæti Ásbjörns Óttarssonar í þingmannanefnd sem semur tillögur um viðbrögð vegna hrunskýrslu rannsóknarnefndar Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Ýmsum trúnaðarupplýsingum um Icesave verður aflétt

„Ég trúi því að innan skamms muni koma fram nýjar upplýsingar sem muni skýra það í hversu erfiðri stöðu íslensk stjórnvöld hafa verið í þessu máli," segir Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, aðspurður út í ummæli fyrrverandi stjórnarformanns hollenska fjármálaeftirlitsins.

Innlent
Fréttamynd

Vefþjónn nefndarinnar við öllu búinn

Unnið hefur verið að því undanfarnar vikur að gera vef rannsóknarnefndar Alþingis viðbúinn miklu álagi sem búast má við að verði á honum þegar skýrsla nefndarinnar um bankahrunið verður gerð opinber. Sérstakur viðbúnaður tæknimanna verður fyrstu dagana eftir birtingu en vefurinn verður gæddur þeim eiginleikum að hægt verði að leita eftir efnisorðum, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins.

Innlent
Fréttamynd

Rannsóknarnefndin móðgar þing og þjóð

Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingar, segir ekki hægt að bíða lengur eftir því að rannsóknarnefnd Alþingis gefi út hvaða dag skýrsla nefndarinnar verði birt. Annað sé móðgun við þjóð og þing.

Innlent
Fréttamynd

Opinberar yfirheyrslur

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson ræddi við Jeremy Paxman í fréttaskýringaþættinum Newsnight í breska ríkissjónvarpinu í byrjun janúar, var ekki annað að skilja á forsetanum en Íslendingar gætu kennt Bretum sitthvað um framgang lýðræðislegra stjórnarhátta.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mál Ásbjörns rætt í nefndinni

Formaður nefndar alþingismanna, sem ætlað er að bregðast við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið, gerir ráð fyrir að mál Ásbjörns Óttarssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokks, verði rætt í nefndinni.

Innlent
Fréttamynd

Endurskoða ætti lögin

Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum.

Innlent
Fréttamynd

Gleymda skýrslan

Rannsóknarnefnd Alþingis tilkynnti í gær að enn frestast um sinn útgáfa á niðurstöðum hennar á aðdraganda og orsökum falls bankanna og tengdra atburða.

Fastir pennar
Fréttamynd

Páll Hreinsson: Leiður yfir seinkun skýrslunnar

Páll Hreinsson, formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, sagði á blaðamannafundi í morgun að nefndin væri ákaflega leið yfir því að útgáfa skýrslunnar um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna frestist að öðru sinni. Skýrslan átti að koma út næstkomandi mánudag, 1. febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Þykir fresturinn óþægilegur

„Ég hef þá skoðun að svo fremi sem þessi skýrsla hafi eitthvert innihald og innlegg í rannsókn þessa máls, eins og henni er ætlað að verða, þá er mjög slæmt að það skuli dragast að henni sé skilað,“ segir Þráinn Bertelsson, þingmaður utan flokka, um þá ákvörðun rannsóknarnefndar Alþingis að fresta skýrslunni til lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Hrunskýrslu aftur seinkað

Útgáfu skýrslu Rannsóknarnefdar Alþingis um efnahagshrunið hefur verið frestað en til stóð að nefndin myndi skila skýrslunni 1. febrúar. Þetta kom fram á blaðamannafundi nefndarinnar í Alþingishúsinu sem hófst klukkan 11. Skýrslan kemur þess huganlega út í lok febrúar.

Innlent
Fréttamynd

Gagnrýnir þátt fjölmiðla í mótmælunum

Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn gagnrýnir frásagnir fjölmiðla af mótmælum á Austurvelli og segir að það sé eins og þeir hafi verið að ýta undir eitthvað. „Ég þurfti að skamma fjölmiðlamann,“ sagði Geir Jón. Hann sagði þó að sumir fjölmiðlamenn hefðu verið ábyrgir.

Innlent
Fréttamynd

Uppgjörs er þörf

Undir lok desember skýrði Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, frá því að á fyrstu mánuðum þessa árs myndi skýrast hver yrði niðurstaðan í fyrstu málunum af þeim um fimmtíu sem hann hefur til rannsóknar. Nú er rétt rúmt ár frá því að komið var á fót embætti sérstaks saksóknara til að rannsaka mögulega saknæma þætti tengda bankahruninu hér.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bréf forsetans ekki afhent

Níu af þeim sautján bréfum, sem forseti Íslands sendi rannsóknarnefnd Alþingis vegna rannsóknar á orsökum bankahrunsins, verða ekki gerð opinber fyrr en 30 ár eru liðin frá því að þau voru rituð. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur staðfest synjun forsetaskrifstofunnar við því að gera bréfin opinber.

Innlent
Fréttamynd

Jón Ásgeir ekki kallaður fyrir rannsóknarnefndina

Útrásavíkingurinn Jón Ásgeir Jóhannesson hefur ekki verið kallaður til skýrslutöku hjá rannsóknarnefnd Alþingi samkvæmt bloggi Sölva Tryggvasonar, fjölmiðlamanns. Samkvæmt heimildum Vísis hefur Bjarni Ármannsson, fyrrum bankastjóri Glitnis, ekki heldur verið kallaður fyrir nefndina.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sérfræðinganefnd skipuð vegna skýrslu rannsóknarnefndar

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur skipað nefnd sérfræðinga sem gera mun tillögur til ríkisstjórnar og Stjórnarráðsins um viðbrögð af hálfu stjórnsýslunnar við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um aðdraganda og orsakir bankahrunsins 2008.

Innlent
Fréttamynd

Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina

Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum.

Innlent
Fréttamynd

Þrjú dómaraefni tilnefnd í Mannréttindadómstólinn

Ríkisstjórnin samþykkti í morgun tillögu Rögnu Árnadóttur, dómsmála- og mannréttindaráðherra, um að tilnefna Davíð Þór Björgvinsson, núverandi dómara við Mannréttindadómstólinn, Hjördísi Björk Hákonardóttur hæstaréttardómara og Pál Hreinsson hæstaréttardómara og formann Rannsóknarnefndar Alþingis, sem dómaraefni af Íslands hálfu við Mannréttindadómstól Evrópu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki fá allir andmælarétt í rannsóknarskýrslu

Formaður rannsóknarnefndar Alþingis, Páll Hreinsson, segir misskilning að þeir sem fái andmælarétt verði sendar skýrsla rannsóknarnefndar til þess að gera athugasemdir við hana. Hann bendir á lög um rannsóknarnefndina en þar segir orðrétt:

Innlent