Körfubolti

Körfubolti

Fréttir af leikmönnum og liðum í körfubolta, bæði á Íslandi og erlendis.

Fréttamynd

Upp­gjör: Grinda­vík - Njarð­vík 69-82 | Njarð­vík í úr­slit

Grindavík tók á móti Njarðvík í undanúrslitum Subway-deildar kvenna í leik sem gular unnu að vinna þar sem gestirnir frá Njarðvík voru 2-0 yfir í einvíginu fyrir leik kvöldsins. Leikurinn var nokkuð jafn framan af en undir lokin stakk Njarðvík af og sópur niðurstaðan. Njarðvík því komið í úrslitarimmuna.

Körfubolti
Fréttamynd

Þjálfari Luka og Kyri­e fram­lengir

Jason Kidd hefur skrifað undir margra ára framlengingu á samningi sínum við NBA-liðið Dallas Mavericks. Lærisveinar Kidd mæta Oklahoma City Thunder í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Vesturhluta deildarinnar á miðvikudaginn kemur.

Körfubolti
Fréttamynd

„Við gleymum okkur á veiku hliðinni“

Augnabliks einbeitingarleysi kostaði Grindvíkinga sigurinn í kvöld þegar Urban Oman skoraði flautukörfu sem tryggði Keflvíkingum eins stigs sigur í einvígi liðanna í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla. Lokatölur í Keflavík í kvöld 83-84.

Körfubolti
Fréttamynd

DeAndre Kane sleppur við bann og spilar í kvöld

Grindvíkingar munu njóta krafta DeAndre Kane í kvöld í öðrum leik sínum á móti Keflavík í undanúrslitaeinvígi félaganna í úrslitakeppni Subway deildar karla í körfubolta. Kane fer ekki í bann en fær peningasekt fyrir hegðun sína í fyrsta leiknum.

Körfubolti
Fréttamynd

„Þetta er ekki boð­legt finnst mér“

Í þættinum Subway Körfuboltakvöld í gær var farið yfir vinnubrögð KKÍ vegna máls DeAndre Kane leikmanns Grindavíkur. Formaður Körfuknattleiksdeildar Grindavíkur tjáði sig einnig um málið á samfélagsmiðlum í gærkvöldi.

Körfubolti
Fréttamynd

Kastaði bolta í á­horf­anda eftir tap

Patrick Beverley, leikmaður Milwaukee Bucks, missti stjórn á skapi sínu undir lok leiksins gegn Indiana Pacers í 1. umferð úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta í gær. Hann kastaði bolta í áhorfanda.

Körfubolti
Fréttamynd

„Of mörg til­felli sem hafa komið upp“

Hagsmunasamtök körfuknattleiksfélaga hér á landi, ÍTK, krefjast þess að bann verði sett við prentuðum auglýsingum á gólf íþróttahúsa. Slæm meiðsli lykilmanns í karlaliði Keflavíkur vegna slíkrar auglýsingar sé kornið sem fylli mælinn.

Körfubolti