Veður

Veður


Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Rigning í kortunum í kvöld

Von er á rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu í kvöld, þegar lægð sem er suðvestur af landinu færist nær Íslandi. Þessi lægð hefur beint mildri sunnan og suðaustanátt til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Rigning með köflum víðast hvar

Lægðasvæði suðvestur og vestur af landinu stýrir veðrinu hjá okkur næstu daga og má gera ráð fyrir rigningu með köflum í dag en þurru fram eftir degi norðaustanlands.

Veður
Fréttamynd

Norð­lægari vindur í dag en um helgina

Í dag verður vindur norðlægari en var um helgina. Á Austfjörðum verður strekkingur, en annars hægari vindur. Lítilsháttar skúrir eða él verða á Norður- og Austurlandi, en bjart með köflum suðvestanlands. Hiti verður á bilinu tvö til 12 stig, mildast verður syðra.

Veður
Fréttamynd

Hvassast sunnan­til og hlýjast vestan­til

Í dag er spáð austan strekkingi syðst á landinu, en annars hægari vind. Stöku skúrir verða víða um land og það gæti gert stöku skúrir á höfuðborgarsvæðinu, en lengst af verður þurrt og bjart á Norðvestur- og Vesturlandi.

Veður
Fréttamynd

Lægð nálgast landið úr austri

Dálítil lægð nálgast nú landið úr austri og verður því norðan- og norðaustanátt í dag. Víða kaldi eða stinningskaldi og dálitlar skúrir eða él, en bjart að mestu um landið suðvestanvert.

Veður
Fréttamynd

Sól og allt að þrettán gráður í borginni

Svo virðist sem sumardagurinn fyrsti ætli loksins að standa undir nafni, að minnsta kosti á suðversturhorninu. Hitastig nær allt að þrettán stigum suðvestantil en núll stigum austantil í dag. 

Veður
Fréttamynd

Stefnir í sól­ríkan og hlýjan sumar­dag fyrsta víða um land

Búast má við blíðviðri sunnan og vestanlands á morgun sumardaginn fyrsta með hita allt að tólf gráðum í Reykjavík. Útlit er fyrir norðlæga átt á morgun og að víða verði bjart. Á Norðurlandi og fyrir austan verður kannski skýjað en úrkomulítið. Kaldara verður fyrir norðan.

Innlent
Fréttamynd

Veturinn sá kaldasti síðan 1999

Síðasti vetrardagur er í dag 24. apríl, en nýafstaðinn vetur var sá kaldasti á Íslandi síðan 1998-1999. Meðalhiti á landsvísu var -0,2 stig sem er 1,2 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. 

Veður
Fréttamynd

Þurrt að mestu og hiti að tólf stigum

Útlit er fyrir hæglætisveður í dag þar sem verður þurrt að mestu og milt. Reikna má með heldur meira af skýjum en í gær, en það ætti að sjást víða til sólar.

Veður
Fréttamynd

Hægur vindur og sól­ríkt veður

Hæðarhryggur er nú yfir landinu með hægum vindi og sólríku veðri, en skýjabakkar ná inn á vestanvert landið í dag og má þar búast við dálítilli súld við ströndina.

Veður
Fréttamynd

Hiti að þrettán stigum

Hæð vestur af Írlandi þokast í átt að landinu í dag og er útlit fyrir fremur hægan vind og víða léttskýjuðu.

Veður
Fréttamynd

Siggi stormur lofar hlýju og sól­ríku sumri

Veðurfræðingurinn Sigurður Þ. Ragnarsson, betur þekktur sem Siggi stormur, segir einstaka veðurblíðu vera framundan og ekki nóg með það heldur sé sólríkt, hlýtt og þurrt sumar í kortunum.

Veður
Fréttamynd

Gul við­vörun á Norðurlandi eystra

Gul viðvörun er á Norðurlandi eystra á milli klukkan ellefu og fimm í dag. Ástæðan er suðvestan stormur, sem gæti verið hvað verstur á Tröllaskaga. Vindhviður munu víða vera yfir 35 metra á sekúndu að sögn Veðurstofu.

Veður
Fréttamynd

Víða blautt í dag og varað við asahláku

Í dag gengur í sunnan strekking eða allhvassan vind með súld eða rigningu sunnan- og vestanlands. Norðaustan til verður úrkomuminna. Síðdegis bætir í rigningu, og verður talsverð rigning á Vesturlandi. Hiti verður víða fimm til 12 stig, hlýjast í hnúkaþey fyrir norðan og austan.

Veður
Fréttamynd

Straum­hvörf í veðrinu

„Með þessum skilum og þessu hlýja lofti sem fer yfir landið á morgun, þetta eru ákveðin straumhvörf í veðrinu og við getum alveg sagt bless við veturinn“

Innlent