Fótbolti

Suður-Afríka sló Salah og félaga úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Salah í baráttunni í kvöld.
Salah í baráttunni í kvöld. vísir/getty
Suður-Afríka gerði sér lítið fyrir og sló út Egyptaland í 16-liða úrslitum Afríkukeppninnar. Mohamed Salah og gestgjafarnir eru því úr leik.

Egyptar voru sigurstranglegir fyrir mótið en þeir töpuðu í Kaíró í kvöld. Fyrsta og eina mark leiksins kom á 85. mínútu er Thembinkosi Lorch skoraði sigurmarkið.







Suður-Afríka mætir Nígeríu í átta liða úrslitunum en 16-liða úrslítin halda áfram á morgun er Madagaskar og Kongó mætast annars vegar og hins vegar Algería og Gínea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×