Fótbolti

Fréttamynd

Svein­dís hafði betur gegn Glódísi

Þær Glódís Perla Viggósdóttir, leikmaður Bayern Munchen, og Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfburg, mættust í úrslitum þýska bikarsins í dag en leikmenn Wolfsburg lyftu bikarnum í tíunda sinn í röð í lok leiks.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­draumur Aston Villa úti

Síðasta von Englendinga um árangur í Evrópukeppni var slegin í rot í kvöld þegar Aston Villa tapaði 2-0 í undanúrslitum Sambandsdeildarinnar gegn gríska liðinu Olympiacos og samanlagt 6-2.

Fótbolti
Fréttamynd

„Höfum vaxið með hverjum leik“

Edin Terzić, þjálfari Borussia Dortmund, var eðlilega svífandi um á bleiku skýi þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir 1-0 sigur sinna manna í París. Dortmund lagði París Saint-Germain samanlagt 2-0 í einvígi liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fótbolti
Fréttamynd

Dort­mund í úr­slit eftir sigur í París

Borussia Dortmund gerði sér lítið fyrir og sló París Saint-Germain út í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Dortmund, sem situr í 5. sæti heima fyrir, vann báða leikina gegn verðandi Frakklandsmeisturum PSG 1-0 og einvígið þar með 2-0. 

Fótbolti
Fréttamynd

Adam hundfúll og Arnar beint í símann

Stöð 2 Sport náði myndum af því þegar þeir Adam Ægir Pálsson og Arnar Grétarsson mættu í búningsklefann á Kópavogsvelli í kjölfarið af því að þeim hafði báðum verið sýndur reisupassinn í leik Vals við Breiðablik.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hákon Arnar fékk gult þegar Lil­le henti frá sér unnum leik

Lille er í harðri baráttu um að komast í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð en henti frá sér unnum leik og þar með 3. sætinu þegar það tapaði 4-3 á heimavelli fyrir Lyon í frönsku úrvalsdeild karla í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson spilaði allan lekinn og nældi sér í gult spjald.

Fótbolti
Fréttamynd

Crys­tal Palace lék sér að Man United

Ömurlegt tímabil Manchester United náði enn einum lágpunktinum í kvöld þegar liðið mátti þola 4-0 tap á útivelli gegn Crystal Palace. Palace hafði skorað 45 mörk í 35 leikjum fyrir leik kvöldsins eða tæplega 1,3 að meðaltali í leik.

Enski boltinn
Fréttamynd

Bæjarar skoði að ráða ten Hag

Bayern München hefur spurst fyrir um Hollendinginn Erik ten Hag, með það fyrir augum að hann taki við félaginu í sumar. Sá hollenski vill ekki ræða málin fyrr en núverandi leiktíð er lokið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég verð að komast til Japan“

Nadía Atladóttir, knattspyrnukona, lögfræðinemi og verslunareigandi, er búsett í Garðabæ ásamt kærasta sínum Arnari Frey Ársælssyni, syni þeirra Marino og hundinum Emmu. Nadía segist spennt fyrir sumrinu þar sem fótboltasenan verður í aðalhlutverki.

Lífið
Fréttamynd

Mið­varða­mar­tröð Man United heldur á­fram

Harry Maguire, miðvörður Manchester United og enska landsliðsins í knattspyrnu, verður frá keppni næstu þrjár vikurnar. Hann missir því af síðustu deildarleikjum Man United og líklega úrslitaleik ensku bikarkeppninnar. Þá gæti landsliðssæti hans einnig verið í hættu.

Enski boltinn
Fréttamynd

„Ó­líkir okkur að mörgu leyti“

Fram sigraði Fylki með tveimur mörkum gegn einu í fimmtu umferð Bestu deildar karla í kvöld. Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, fagnaði fimmtugsafmæli sínu í Úlfarsárdal í kvöld en þurfti að sætta sig við tap á þessum tímamótum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Læri­sveinar Freys felldu Guð­laug Victor og Al­freð Finn­boga

Freyr Alexandersson og hans lærisveinar í KV Kortrijk unnu 1-0 sigur á Eupen í fallriðli belgísku úrvalsdeildar karla í fótbolta. Það þýðir að Íslendingalið Eupen er fallið en Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar í dag á meðan Alfreð Finnbogason var fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Fótbolti