Íslenski boltinn

Arna spilar með FH næstu þrjú árin

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arna mun spila með FH næstu árin.
Arna mun spila með FH næstu árin. Vísir/Hulda Margrét

Arna Eiríksdóttir hefur samið við FH í Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Hún skrifar undir samning næstu þrjú árin.

Arna er fædd árið 2002 og leikur í stöðu miðvarðar. Hún er uppalin hjá Val og Víking en var á láni hjá FH á síðustu leiktíð. Nú skiptir hún alfarið yfir í Hafnafjörðinn.

FH var nýliði í Bestu deild kvenna á síðustu leiktíð og gerði vel. Liðið stefnir á að gera enn betur í ár. Liðið hefur leik á Sauðárkrók þann 21. apríl þegar Besta deild kvenna hefst.

Arna á að baki tvo A-landsleiki, þann fyrri gegn Eistlandi árið 2022 og þann síðari gegn Austurríki á síðasta ári.

Einnig tilkynnti FH að Vigdís Edda Friðriksdóttir hefði framlengt samning sinn í Hafnafirði um eitt ár. Hún hefur einnig leikið með Tindastól, Breiðabliki og Þór/KA.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×