Erlent

Harvey Weinstein lagður inn á spítala

Bjarki Sigurðsson skrifar
Harvey Weinstein liggur nú inni á spítala en þegar búið er að gera rannsóknir á honum verður hann fluttur aftur í fangelsi.
Harvey Weinstein liggur nú inni á spítala en þegar búið er að gera rannsóknir á honum verður hann fluttur aftur í fangelsi. Getty/Scott Heins

Harvey Weinstein, kynferðisbrotamaður og fyrrverandi kvikmyndaframleiðandi, var í dag lagður inn á spítala í New York til að undirgangast fjölda rannsókna. Lögmaður Weinstein segir heilsu hans vera afar slæma. 

Weinstein hefur setið í fangelsi síðan árið 2020 þegar hann var sakfelldur fyrir kynferðisbrot og dæmdur í 23 ára fangelsi. Tveimur árum síðar var hann dæmdur aftur fyrir þrjár nauðganir og sextán árum bætt við dóm hans. Fyrr í vikunni var fyrri sakfellingunni snúið við þar sem ákvarðað var að vitnisburður við réttarhöldin þar sem meintir þolendur lýstu öðrum brotum en hann var ákærður fyrir, hefðu haft áhrif á niðurstöðuna. 

Í gær var Weinstein fluttur á Bellevue-spítalann í New York til að fara í ýmsar rannsóknir en Arthur Aidala, lögmaður Weinstein, segir heilsu hans afar slæma. 

„Það virðist vera sem svo að hann þurfi mjög mikla hjálp. Hann glímir við fjölda vandamála. Hann er að fara í alls konar rannsóknir. Hann er mjög veikur,“ segir Aidala. 

Lengi vel hefur lögmannateymi Weinstein reynt að halda því fram að hann glími við fjölda vandamála, svo sem hjartavandamál, sykursýki, kæfisvefn og augnvandamál. Þá hafi hann misst fjórar tennur á meðan hann hefur setið inni. 


Tengdar fréttir

Dómi Harvey Weinstein snúið við

Áfrýjunardómstóll í New York-ríki hefur snúið við nauðgunardómi kvikmyndaframleiðandans alræmda Harvey Weinstein frá árinu 2020. Hann hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×