Bíó og sjónvarp

Bíó og sjónvarp

Fréttir af íslenskum og erlendum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum, bíóbransanum og sjónvarpsframleiðslu.

Fréttamynd

Sjón­varp gamla fólksins á Spáni ekki ó­hult enn

Landsréttur hefur fellt frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli Sýnar gegn Jóni Einari Eysteinssyni úr gildi að hluta. Sýn höfðaði mál á hendur honum fyrir að hafa gegn betri vitund selt ótilgreindum fjölda fólks aðgang að læstri dagskrá sjónvarpsstöðva og streymisveitu félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Lék á sviði fyrir dóttur Bill Gates

Leikarinn og handritshöfundurinn Styrmir Elí Ingólfsson tók U-beygju í lífinu eftir hagfræðinám hérlendis og starf í ferðabransanum. Þegar hann áttaði sig á því að hann væri á vitlausri braut sótti hann um í leiklistarskóla í New York og flutti út. Hann stendur nú að sýningu úti sem hefur fengið góðar viðtökur og hefur áhorfendasalurinn gjarnan verið stjörnum prýddur. Blaðamaður ræddi við Styrmi.

Menning
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á?

Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 

Lífið
Fréttamynd

Carl Weathers er látinn

Bandaríski leikarinn Carl Weathers, sem var þekktastur fyrir að leika Apollo Creed í myndunum um boxarann Rocky, er látinn 76 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Rangt gefið á fjöl­miðla­markaði

Ég mun líklega aldrei á þessu æviskeiði reka miðil sem fær forgjöf frá Ríkinu fyrir 5,6 milljarða króna eins og RÚV fékk bara í fyrra, en ég segi það enn og aftur, ef ráðamenn þjóðarinnar gyrða sig ekki í brók og fara að gefa afþreyingarmiðlum jafnan vettvang til að stunda sína „þjónustu“ við landsmenn þá verða þetta alltaf örlög miðlanna að fara í þrot með reglulegu millibili. Það er bara staðreynd.

Skoðun
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru stjórn­mála­konur að horfa á?

Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana.  

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Jesse Jane er látin

Bandaríska klámmyndaleikkonan Jesse Jane, sem einna helst er þekkt fyrir að hafa komið fram í sjónvarpsþáttunum vinsælu Entourage, er látin. Hún var 43 ára að aldri.

Lífið
Fréttamynd

Kvik­myndirnar sem beðið er eftir

Vísir hefur tekið saman lista yfir 25 kvikmyndir sem koma út á árinu og er beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Árið í ár er sannarlega ár framhaldsmynda en inn á milli eru líka góðir frumlegir molar.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tom Hollander fékk bónusgreiðslu Tom Holland

Breski leikarinn Tom Hollander segist eitt sinn hafa fengið bónusgreiðslu fyrir slysni sem átti að fara til samlanda hans, kollega og nánast nafna, Tom Holland. Greiðslan var frá Marvel kvikmyndaverinu.

Lífið
Fréttamynd

Fullt hús á Fullu húsi

Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

„Hann er með kammersveita fetish“

Kvikmyndin Fullt hús verður frumsýnd 26. janúar. Fullt hús er í leikstjórn Sigurjóns Kjartanssonar en um er að ræða gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum.

Lífið
Fréttamynd

Poor Things: Bravó!

Undirritaður var farinn að halda að allar myndirnar sem líklegar eru til að berjast um Óskarsstyttuna í ár væru hálfgerðar luðrur. Kemur svo ekki Grikkinn Jorgos Lanthimos (How to Kill a Scared Deer og The Favourite) og bjargar deginum með kvikmynd sinni Poor Things, en hún hlaut ellefur tilnefningar til Óskarsverðlauna í gær.

Gagnrýni
Fréttamynd

Leik­stjórinn Norman Jewi­son er fallinn frá

Kanadíski leikstjórinn og framleiðandinn Norman Jewison er látinn, 97 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir að hafa leikstýrt myndum á borð við Moonstruck, In The Heat Of The Night og Fiðlaranum á þakinu.

Lífið
Fréttamynd

Leikarinn David Gail látinn

Bandaríski leikarinn David Gail, sem var þekktastur fyrir leik sinn í sjónvarpsþáttunum Beverly Hills, 90210 og Port Charles, er látinn 58 ára að aldri. Ekki er vitað hvernig andlát hans bar að.

Lífið
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á?

Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga.

Lífið
Fréttamynd

The Iron Claw: Endurtekningarsöm bræðra­bylta

Titill The Iron Claw vísar í auðkennisbragð fjölbragðaglímukappans Fritz Von Erich, sem var mikill sigurvegari í þeirri „íþrótt“ um miðja síðustu öld. Kvikmyndin fjallar að mestu leyti um syni hans fjóra sem fetuðu í fótspor hans og voru áberandi í glímheiminum á 9. og 10. áratugnum og alla þá harmleiki sem á þeim dundu.

Gagnrýni
Fréttamynd

Unnið með vitund en ekki sátt fjöl­skyldunnar

Troels Uhrbrand Rasmussen dagskrárstjóri Pipeline, kvikmyndafyrirtækisins sem framleiddi þættina A Dangerous Boy, eða Hættulegur strákur, þar sem fjallað er um Sigga hakkara svokallaðan, segir margt skjóta skökku við í gagnrýni sem fram hefur komið á þættina og verklagið.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta var bara brjálað!“

Fyrsti þáttur í fjórðu seríu spennuþáttanna True Detective fór í loftið á Stöð 2 síðasta mánudagskvöld en hún var tekin upp hér á landi á síðasta ári. Fjöldi Íslendinga kom að gerð þáttanna sem verða sýndir samtímis í Bandaríkjunum á sjónvarpsstöðinni HBO og á Stöð 2.

Lífið samstarf